Kynning.
Þú hefur ákveðið að fá þér hárlengingar og við göfum gert þennan leiðbeiningabækling til þess að leiðbeina þér þannig að þér gangi sem best að hugsa um og líta vel út með nýju hárlengingarnar þínar.
Það er mjög mikilvægt að fara vel eftir leiðbeiningunum sem eru í bæklingnum þar sem þú getur lesið um daglega umhirðu hárlengingana.
Þú þarft að vita að full hárlenging tekur mikin tíma í umhirðu. Ef þú ert ekki tilbúin til þess að eyða þeim tíma sem til þarf í umhirðu hárlengingana þá mælum við gegn því að fá þær, þar sem það er áhætta á ýmsum vandamálum ef þú hugsar ekki rétt um hárlengingarnar.
Það er mjög mikilvægt að muna að þú berð fulla ábyrgð á daglegri umhirðu.
Við óskum þér til hamingju með nýju hárlengingarnar þínar.
Átta hlutir sem hjálpa þér að halda hárlenginunum við
- Greiða hárið með HairContrast hárbustanum.
- Notaðu alltaf hárvörurnar úr HairContrast-kerfinu.
- Þetta tryggir hámarks öryggi og bestu útkomuna.
- Aldrei að nota vatn sem er of heitt þvi að það þurrkar hárið.
- Við mælum með því að flétta hárið áður en farið er að sofa.
- Bera HairContrast Repair creme í tvisvar í viku.
- Einnig á að bera Repair creme í ef hárið hefur komist í snertingu við salt- eða klórvatn.
- Alltaf skal blása hárið í sömu átt og það vex (aldrei skal blása inn í hárið)
Það sem ekki má gera við hárlengingar.
- Aldrei skal nota mótunarefni sem innihalda alkóhól eða etanól í hárlengingar, alkóhól þurrkar hárið og skemmir. Hægt er að biðja fagmanninn um að benda þér á hvaða vörur er gott að nota.
- Mælt er á móti því að nota hárlakk.
- Mundu að hárlengingarnar eru jafn viðkvæmar og ullarpeysa.
- Aldrei skal nota vatn sem er mjög heitt því að það þurrkar hárið.
- Aldrei skal lita hárlengingar.
- Aldrei skal fara að sofa með hárið blautt.
- Crazy colour hárlengingarnar dofna eftir nokkra þvotta af þeirri ástæðu að hárlengingar eru gerðar úr ekta hári.
- Klórvatn er mikill óvinur hárlenginga út af klórnum sem í því er.
- Saltvatn er einnig mikill óvinur hárlenginga því að það þurrkar hárið.
Getur maður þróað vandamál í hársverði við notkun HairContrast?
Fræðilega já, það er hægt að vera með ofnæmi fyrir öllu.
Ef þú ert með viðkvæman hársvörð, þá gætir þú upplifað pirring í húðinni.
HairContrast vörurnar innihalda ekki skaðleg efni sem gætu valdið vandamálum í hársverði.
Ef einhver óvissa er um hvort að þú getir notað hárlengingar, þá mælum við með því að festa í 2-4 lokka og hafa þá í hárinu í viku. Ef hársvörðurinn bregst ekki illa við á þeim tíma þá á að vera allt í lagi að fá sér hárlengingu.
Eftir að búið er að setja í fulla hárlengingu, má búast við að finna fyrir kláða og ertingu fyrstu dagana af þeirri ástæðu að þú hefur tvöfaldað hármagnið á höfðinu á þér. Þetta er eðlilegt og ætti að lagast fljótlega.
Mundu að hafa hárlengingarnar aldrei lengur en 6-8 vikur, þá er kominn tími til að uppfæra þær.
Verða hárlengingarnar mattari/líflausari en þitt eigið hár?
Já þar sem búið er að aflita hárið. Af því leiðir að það er viðkvæmara en óaflitað hár.
Þar af leiðandi er mjög áríðandi að þú meðhöndlir nýju hárlengingarnar þínar í samræmi við leiðbeiningarnar sem með þeim fylgja. Hárið verður einungis matt og líflaust eftir að hafa verið meðhöndlað á vitlausan hátt.
Sjá má hvernig á að meðhöndla hárið rétt og allar reglur í Upplýsingabæklingi fyrir kúnna. Ef ekki er farið eftir því sem er ráðlagt þar þá er samningur um ábyrgð úr gildi.
Umhirða hárlenginga.
Langt og gott líf hárlenginga er AÐEINS mögulegt ef það er hugsað rétt um þær.
Ef hægt væri að tala um jafnvægi notkunar hárlenginga í prósentum, og ef fagmaðurinn festir þær í alveg 100% rétt, mótar og klippir hárið vel, þá eru 40% líkur á að kúnninn sé sáttur með nýja hárið sitt; 60% næst með réttri umhirðu.
Í kenningu má segja að hárlengingar séu dautt hár. Hárið getur verið borið saman við dautt tré þar sem greinunum vantar raka til þess að geta viðhaldið sveigjanleika, það sama gildir um hárlengingar.
HairContrast hefur þróað sína eigin einstöku línu fyrir hárlengingar, þessar vörur innhalda lágt pH gildi. Vörurnar byggja upp raka og vernd fyrir hárið.
Við mælum með því að þvo hárlengingarnar 2-3 sinnum í viku.
Hvernig þú ferð að:
- Bursta skal hárið frá rótum og að enda áður en það er þvegið með sjampói.
- Því næst á að bleyta hárið.
- Bera HairContrast sjampóið í rótina og nudda vel en samt varlega (aldrei á að nudda lengingar)
- Skola hár með volgu vatni eftir að búið er að þvo með sjampói.
- Því næst skal bera HairContrast næringuna í miðjar lengingarnar og útí enda, láta bíða í 3-5 mín. Skola svo hár með volgu vatni.
- Nudda hárið með handklæði, spreyja því næst PH Balance í hárið og greiða það frá rótum og útí enda. Áður en hárið er stíliserað er góð hugmynd að láta það aðeins þorna áður en það er blásið þurrt.
- Við mælum með að bera í hárið Hydro Balancer eftir að það er blásið þurrt.
- Við mælum með að hárið sé alltaf burstað og fléttað áður en farið er að sofa.
- Bera skal Repair creme sem viðauka við aðra umhirðu að minnsta kosti 2 sinnum í viku, bera á Repair creme í miðjar lengingarnar og útí enda, láta bíða í 30 mín. Skola með volgu vatni.